top of page
Writer's pictureSig

Öræfing 4: Þol og core

Updated: 11 hours ago

Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Öræfingaplanið samanstendur af 28 mismunandi æfingum og er æfingaplanið fjórskipt eða þannig að það er rúllað á milli efri líkama æfingu, neðri líkama æfingu, æfingu fyrir allan líkamann og þol og core æfingu. Allar æfingarnar taka aðeins 16 mínútur frá upphafi til enda.


Tæki/tól fyrir æfinguna: Eitt þyngra handlóð, mini bands teygju, sliders/handklæði/jóga bolti


Um æfinguna: Þetta er aðeins öðruvísi æfing en hinar öræfingarnar þar sem ég er að hvetja þig hér til að fara út í göngutúr, skokka eða hlaupa og klára síðan æfinguna á kviðæfingu. Ef þú vilt halda í 16 mín tímaramman þá eru þetta 7 mín sem þú ferð út í göngu/skokka/hlaupa. Kviðæfingarútínan hér að neðan tekur síðan 8 mín og síðan fer 1+ mín í teygjur. 


Interval timer: Ef þú vilt ekki taka þessa æfingu live með mér skaltu stilla Interval timer app á; Warm up: 5 sek, High: 30, Low: 0 og Set: 14. Cool down: 1 mín (finisher)


Eða smelltu hér: https://youtu.be/V4HGRucsAxc


7+ mín ganga/skokka/hlaupa


Æfingin - 8 mín

2x í gegn:

Finisher: 60 sek planki eða öfugur planki

1 mín teygjur/niðurlag

  1. 5x köttur kú

  2. 2x barnið teygja fram

  3. Innanverð læri

  4. Mjaðmateygja

  5. AUKA teygjur ef þú hefur tíma og líkaminn kallar á


Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

 




2 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page