top of page
Writer's pictureSig

Coreæfing 2: Grunn æfingar + hreyfiteygjur (stig 1)

Updated: Nov 15


Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Ef þú varst ekki búin að sjá æfingu 1 skaltu byrja á henni HÉR. Næsta æfing er þessi. Þetta er algjör grunn core æfingar ætlum að ná virkni á kvið, bak og mjaðmasvæðinu. Þessi æfing getur hentað fljótlega eftir fæðingu ef þú hefur fengið grænt ljós að gera "grindarbotnsæfingar" eða treystir þér til að hreyfa þig. Annars getur hún hentað hverjum sem er óháð því hvort eða hvenær þú hefur átt barn og vilt vinna í grunn virkni fyrir miðju líkamans. Smelltu á æfinguna að neðan til að taka hana með mér.


Tæki/tól fyrir æfinguna: Engin


Eða smelltu hér: https://youtu.be/AdH0Dwa7Y-w


  1. 0-3:53 mín: Byrjum á fjórum fótum (hvolpa teygja, spenna/slaka á fjórum fótum, bird dog nokkrar útfærslur)

  2. 3:53-6:43 mín: Síðan á hverri hlið fyrir sig (hliðarliggja og spenna, clam)

  3. 6:43-9:47 mín: Síðan á bakinu (hip rolls, mjaðmalyfta nokkrar útfærslur)

  4. 9:47 mín-11:21 mín: Síðan sitjandi (sitjandi fótalyftur)

  5. 11:21-13:36 mín: Endum á hreyfiteygjum fyrir mjaðmasvæðið, kvið og bak (sitjandi mjaðmateygja, öxl að mjöðm, hvolpateyjga)


Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

4 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page