top of page
Writer's pictureSig

Coreæfing 3: Bandvefsnudd + hreyfiteygjur neðri líkami (stig 1)

Updated: Nov 15


Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Ef þú varst ekki búin að sjá æfingu 1 og 2 skaltu kíkja á hana HÉR og HÉR. Þessi æfing leggur áherslu á bandvefsnudd fyrir neðri líkamann. Þessi æfing getur hentað fljótlega eftir fæðingu ef þú hefur fengið grænt ljós að gera "grindarbotnsæfingar" eða treystir þér til að hreyfa þig. Hafðu í huga að fyrstu amk 6 vikurnar eftir fæðingu er líkaminn að ganga mikið til baka sjálfur þannig farðu varlega í þessar æfingar. Annars getur þessi æfing hentað hverjum sem er óháð því hvort eða hvenær þú hefur átt barn og vilt vinna í bandvefsnuddi fyrir neðri líkamann. Smelltu á æfinguna að neðan til að taka hana með mér.


Tæki/tól fyrir æfinguna: Nuddrúlla (ég mæli mikið með Intelliroll), lítill æfingabolti í mýkri kanntinum og tveir koddar


Eða smelltu hér: https://youtu.be/sL6LrEDsWlg


  1. 0:30-2:03 nudda undir iljar (lítill bolti)

  2. 2:03-5:08 rúlla kálfa og aftanverða lærvöðva (foam rúlla)

  3. 5:08-6:45 rúlla IT band (foam rúlla)

  4. 6:45-9:11 rúlla innanverða lærvöðva (foam rúlla)

  5. 9:11-10:45 rúlla framanverða lærvöðva (foam rúlla)

  6. 10:45-11:30 rúlla hip flexors (foam rúlla)

  7. 11:30-13:41 nudda grindarbotn utanvert (lítill bolti)

  8. 13:41-16:19 nudda rassvöðva (lítill bolti)

  9. 16:19-19:30 hreyfiteygjur og teygjur; innanverðlæri og hrygg, aftanverð læri, spider lunge, dúfan, barnið

  10. 19:30-21:41 slökunarstaða


Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

3 views

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page