Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.
Þetta er þriðja æfingin í stig 2 á core æfingaplaninu. Ef þú varst ekki búin með stig 1 skaltu byrja á að skoða þessar æfingar hér: core æfing 1, core æfing 2, core æfing 3 og core æfing 4.
Þessi æfing getur hentað hverjum sem er sem vill vinna með grunn core þjálfun. Áður en þú byrjar á stig 2 í core æfingapakkanum skaltu vera búin að fylgja stig 1 (þekkja þindaröndun, tengingu við grindarbotn og djúpvöðva kviðs og getu til að virkja og slaka á þessum vöðvahópum).
Þessi æfing er á tíma þar sem hver æfing er framkvæmd í 30 sek og endurteknar þannig að við förum tvo hringi.
Tæki/tól fyrir æfinguna: Mini bands teygja, tuska, eitt handlóð
Eða smelltu hér: https://youtu.be/dRApeyvU-lQ
Fótalyftur í 90 gráður H
Fótalyftur í 90 gráður V
Liggjandi öfugt flug
ALT V-ups auðveld útfærsla
"Uppsetur" auðveld útfærsla
Sitjandi abduction (mini bands teygja)
Hnébeygja með teygju (mini bands teygja)
Hliðarskref með teygju og ýta lóð á milli fóta (mini bands teygja, tuska, 1 handlóð)
Teygjur: Spider lunge með hryggvindu, innanverða lærvöðva, axlarskrúfa
Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.
Comentários