top of page

Jóga nidra dáleiðsla hugleiðsla 1 - Trú á eigin getur

Writer's picture: SigSig

Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við sálfræðing, geðlækni eða annan heilbrigðisstarfsmann áður en þú byrjar á andlegri vinnu eins og hugleiðslu, sérstaklega ef þú átt við andleg eða líkamleg heilsufarsvandaað stríða (t.d. kvíða, þunglyndi, áfallastreitu eða aðra geðsjúkdóma). Hlustaðu á líðan þína meðan á hugleiðslunni stendur og hættu strax ef þú finnur fyrir einhverskonar óþægindum. Hugleiðslan fer fram á eigin ábyrgð.


Jóga nidra dáleiðsluplanið samanstendur af þremur hugleiðslum. Það þarf ekki að fylgja þeim í neinni sérstakri röð, velja þá sem talar mest til þín í dag.


Hvaðan eru þessar hugleiðslur? Jóga nidra dáleiðsla hugleiðslur urðu til eftir að ég fór í kulnun 2022 og bætti við mig jóga nidra kennararéttindum og klínískri dáleiðslu. Ég er að blanda því sem ég lærði í jóga nidra náminu og grunnnámi dáleiðslu og er útkoman slökun og ákveðin orku hreinsun fyrir líkamann og uppbygging fyrir undirvitundina.


Hugleiðslurna eru lengri og eru á bilinu 26-33 mín og byggjast þær á jóga nidra og dáleiðsluaðferðum. Það er margt sem ég get sagt um jóga nidra og dáleiðslu en því meiri skilning sem þú hefur á aðferðinni því meira munt þú fá út úr henni.

Í "stuttu" máli að þá er þetta liggjandi leidd hugleiðsla þar sem við slökum á öllum líkamanum og byggjum okkur síðan upp andlega með trúverðugum og jákvæðum staðhæfingum. Ég sé um að koma þér í þetta hugarástand og það eina sem þú þarft að gera er að liggja og hlusta á. Markmiðið er að komast á milli svefns og vöku og gerist það með æfingunni ef það gerist ekki strax. Tilfinningin er eins og að vera sofandi en þú heyrir og ert oftast ef ekki alltaf vör um þig. Það er eðlilegt að detta inn og út og er líka algengt að sofna en markmiðið er að halda sér vakandi í djúpri slökun. 


Það sem jóga nidra aðferðafræðin gerir er að hún slakar á líkamanum og huganum og kemur þér þannig frá líkamanum og í bein tengsl við þig sjálfa, það sem ég kalla “innra sjálfið”. Því oftar sem þú stundar jóga nidra því tengdari verður þú og verður afleiðingin sú að þú bregst sjaldnar við ósjálfrátt heldur er eins og þú fáir tækifæri til að bakka og svo ákveða hvernig þú bregst við. Þegar þetta gerist skaltu nýta tækifærið og velja vel hvaða fræi þú ætlar að planta. Þetta mun geta umbreytt þér og þínum venjum algjörlega. Það er sagt að jóga nidra vinni úr áföllum án þess að við þurfum að tala um það upphátt og er þess vegna ástæðan fyrir því að sumir fá höfuðverk eða verki eftir jóga nidra. Þú skalt vita að þá er einhver óskiljanleg og óútskýranleg úrvinnsla að eiga sér stað og það sem er komið upp á yfirborðið er að koma til að fara. Best að lýsa þessu sem læk sem er stútfullur af steinum þannig að vatnið lekur hægt í gegnum lækinn. Með hverju jóga nidra að þá fer einn og einn steinn og þá flæðir vatnið betur. Þú getur litið á áföllin þín og það sem þú hefur ómeðvitað og meðvitað tekið til þín í gegnum lífið sem þessa steina og með hverri hugleiðslu að þá losnar um einn og einn stein þannig að orkan þín flæðir betur. Það er eðilegt að vera orkumikil eftir jóga nidra og það er eðlilegt að vera alveg búin á því. Líkaminn vinnur úr að koma jafnvægi á orkunni á sínum hraða.


Það sem dáleiðsluaðferðin gerir er að ég nota hana til að dýpka enn betur og koma þér enn betur í þetta hugarástand sem sumir vilja kalla undirvitund, aðrir vilja kalla í beinum tengslum við þig sjálfa, sálina þína, rótina þína, þitt innra sjálf. En þegar við komumst inn fyrir múr vitundar þá gefum við varnarkerfinu og taugakerfinu okkar hvíld. Með tímanum höfum við áhrif á framheilann, amygdala og hyppocampus í heila. Þannig að útkoman verður yfirvegaðri og kyrrlátari útgáfa af okkur. Það sem ég nota einnig við dáleiðsluaðferðina eru jákvæðar staðhæfingar og setningar og síðan vakningin.


Um þessa hugleiðslu:  Þessi upptaka er sett upp á eftirfarandi hátt. Hún er um 26 mínútur í heildina, þú byrjar á að koma þér fyrir í liggjandi stöðu, gæti verið upp í rúmi, í sófanum, á jóga dýnu á gólfinu. Einhversstaðar þar sem þú nærð að vera í friði næstu 26 mínúturnar. Það gæti verið gott að vera með púða undir höfði og undir hné til að létta á bakinu. Síðan gæti verið gott að hlusta á upptökuna með heyrnatól og er mælt með að vera með sæng eða teppi þar sem líkamshitinn getur lækkað við að fara í þessa djúpslökun.


Við erum öll sálir/orka og ég tala til þín sem slíkrar í kvk. Ég byrja á að leiða þig inn fyrir múr vitundarinnar og ég bið þig um að svara upphátt hvort þú sért tilbúin að fara í djúpslökun. Ástæðan fyrir þessu er að þú sannfærir þig enn betur með því að senda þér þessi skilaboð að þú sért tilbúin að fara í djúpslökun. Ég dreg þig aftur og aftur að því sem er kallað þriðja augað, en það er punktur á milli augabrúna og síðan bið ég þig um að hugsa að þú farir ca 7 cm þar inn fyrir en þar komumst við inn í þennan "hugarheim" og þessa djúpuslökun. Ef það gerist ekki hjá þér í þessari hugleiðslu þá gerist það með æfingunni. En með þessu erum við að reyna að slökkva á "raunhugsun" og tengjast okkur þannig innilega, okkar innra sanna sjálf. Við ætlum að vinna með ákveðinn ásetning/möntru sem er "Ég leyfi mér að finna fyrir öflugri trúa á sjálfri mér" en þú skalt leyfa þér að sleppa taki og meðtaka þessi orð. Þú ert að taka frá 26 mínútur úr deginum til þess að tengjast þér betur, leyfðu þér að tengjast þér, leyfðu þér að sleppa taki og sökkva þér inn í þessa stund og þessa slökun.

Ég fer síðan með þig í gegnum líkamann og munum við spenna og slaka á honum, þú fylgir leiðbeiningunum þær leiða þig í gegnum þetta. Þetta er gert til þess að slaka betur á taugakerfinu og tryggja að við erum að ná okkur úr fight/flight ef við erum eitthvað "útúrtjúnuð" og búin að keyra okkur þangað. 


Ég leiði þig síðan í gegnum sérstaka öndun sem kallast sitali öndun en þá andar þú djúpt að og andar frá með stút á munninum, svipuðum stút og ef þú værir að drekka með röri. Þú fylgir leiðbeiningum mínum sem leiða þig í gegnum þetta og heldur áfram þar til ég segi þér að anda eðlilega. Þessi öndun hjálpar til við að slaka á taugakerfinu og tengjast þér betur með því að koma þér úr hugsun og yfir í að vera. Á sama tíma byrja ég að koma að staðhæfingu tengt trú þinni á þér.


Ég leiði þig líka í gegnum slökun í öllum líkamanum og ef þú átt einhvern friðarstað skaltu ímynda þér að þú sért á honum. En með þessu erum við að ná slökun á öllum líkamanum. Ég gef þér síðan tækifæri að leyfa spennu, ef það er einhver auka spenna í líkamanum, að hverfa og leiði þig í gegnum það til þess að ná enn meira jafnvægi á orkunni innra með þér. Síðan segi ég aftur ásetninginn sem ég vil að þú leyfir þér að finna "Ég leyfi mér að finna fyrir öflugri trú á sjálfri mér" og ég bæti við trúverðugum staðhæfingum sem planta þessu fræi enn betur innra með þér. Þú færð síðan 30 sekúndna þögn þar sem þú skalt leyfa þér að njóta. Það er önnur upplifun að hvíla í þögn þegar maður hefur náð slökun á huganum og líkamanum.


Ég kem þér síðan úr þessu hugarástandi og notast við vakningaraðferð úr dáleiðslunni þar sem ég tel frá 1 og upp í 10. Ég mun hækka róminn með hverri tölu til þess að tryggja að þú komir alveg tilbaka og ef þú skyldir sofna að þú vaknir. 

Markmiðið er að halda sér í vakandi vitund, eða þannig að þú ert á milli svefns og vöku, eins og þú værir í það mikilli slökun að líkaminn er sofandi, hugurinn er ekkert að trufla en þú heyrir allt sem ég segi. Þessi tilfinning kemur með æfingunni.


Ef þú ert að fara í þessa hugleiðslu aftur eftir hlé þá er mjög eðlilegt að það taki nokkur skipti að koma þér inn í þessa djúpslökun. Það getur verið að þú komir úr hugleiðslunni orkumikil og það getur líka verið að þú komir úr henni með verk eða búin á því. Ef þú ert búin á því eða með verk mundu að það sem er komið upp á yfirborðið er komið til að fara, það er að hreinsast, við erum að taka stein úr læknum svo lækurinn geti flætt betur. Það getur líka verið að það komi upp eitthvað sem hefur verið að halda aftur af þér eða hefur setið í þér, ef það gerist gæti verið gott að vinna áfram með það með sálfræðing eða öðrum meðferðaraðila.

Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi hugleiðsla! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

Comments


  • Youtube

Life with Sig

© 2024 by Life with Sig

Contact

Connect with Sig

bottom of page