Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.
Low Intensity æfingaplan samanstendur af 9 mismunandi æfingum þar sem æfingar 1-3 eru á svipuðu erfiðleikastigi, æfingar 4-7 á næsta erfiðleikastigi, og æfingar 8-9 eru erfiðastar, ætlaðar til að undirbúa þig fyrir meira krefjandi æfingar. Allar æfingarnar taka aðeins 14 mínútur frá upphafi til enda.
Tæki/tól fyrir æfinguna: Tvö handlóð, bekkur, dýna
Um æfinguna: Þessi æfing leggur áherslu á allan líkamann. Markmiðið með henni er að bjóða líkamanum upp á aðeins meira krefjandi æfingu en áður og halda áfram að vera meðvituð um vöðvahópana sem við erum að vinna með í æfingunum. Við byrjum 1 mín í upphitun, förum síðan í æfingu á tíma þar sem hver æfing er framkvæmd í 60 sek og förum við 2 hringi af hverju súpersetti. Endum síðan í 60 sek niðurlagi. Smelltu á play að neðan til að taka æfinguna með mér eða stilltu Interval Timer sjálf eins og ég mæli með hér að neðan og skoðaðu hverja æfingu með því að smella á hana.
Interval timer: Ef þú vilt ekki taka þessa æfingu live með mér skaltu stilla Interval timer app á; Warm up: 1 mín, set: 12, High: 1 mín, Low: 0 sek, Cool down: 1 mín.
Eða smelltu hér: https://www.youtube.com/watch?v=haNODTonSQc
1 mín upphitun:
15 sek axlarhringir
15 sek teygja á síðu
15 sek standandi hryggvinda
15 sek hnébeygja
12 mín æfing:
2x
60 sek thrusters (tvö handlóð)
60 sek toe touches (bekkur, 1-2 handóð)
2x
30/30 sek romanian + róður H svo V (1 handlóð)
60 sek mountain climbers (bekkur, gólfið)
2x
30/30 sek afturstigs snatch H svo V (1 handlóð)
60 sek hopp yfir pall eða á gólfi (bekkur, gólfið)
1+ mín niðurlag:
15 sek köttur kú
15 sek barnið teygja fram
Teyja lengur eða bæta við fleiri teygjum ef líkaminn kallar á
Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.
Comentários