top of page

Meðgöngu grunnæfing 1 (standandi stöðu)

Writer's picture: SigSig

Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Meðgöngu-grunnæfingaplanið samanstendur af 6 mismunandi æfingum og er hugsað að tengja þig betur við grindarbotn of djúpvöðva kviðs á sama tíma og að halda þér gangandi á meðgöngunni. Fáðu kynningu á æfingaplanið hér.


Tæki/tól: Stóll


Um æfinguna:Þessi æfingar er í standandi stöðu. Hún getur verið góð á hvaða tímapunkti meðgöngunnar sem er en sérstaklega góð undir lokin þegar það er erfiðara að koma sér í og úr sitjandi stöðu eða uppúr gólfinu. Þessar æfingar munu geta hjálpað með tengingu við mjaðmasvæðið og kviðinn.

Hafðu í huga að hugsa út í heildina alveg frá iljum og upp að hvirfli og að frá innan verðum lærvöðvum og alveg upp að brjóstbeini er “eitt svæði” sem þarf að vinna saman. Fyrir allar æfingar skaltu ná in smá "check-in": Loka augum og halda þér í vegg ef þú þarft. Stíga í iljar, dúa í hnjám, hreyfa aðeins mjaðmir, hreyfa aðeins axlir, hreyfa aðeins höku.

Hver æfing er framkvæmd í 30 sek, þú fylgir mér í myndbandinu að ofan. Mikilvægt að hlusta vel á líkamann og ekki gera einhverja æfingu sem þú finnur til í, frekar að aðlaga henni eða sleppa.



30 sek hver æfing:

  1. Mjaðmahringir H

  2. Mjaðmahringir V

  3. Standandi köttur kú

  4. Hryggvinda

  5. Teygja og snúning yfir á hliðina

  6. Öndunaræfing áhersla á grindarbotn

  7. Öndunaræfing áhersla á kvið

  8. Kviðæfing styðja við stól

  9. Standandi abduction H

  10. Standandi abduction V

  11. Standandi fótalyfta H

  12. Standandi fótalyfta V

  13. Teygja á framanverða lærvöðva

  14. Teygja á aftanverðan lærvöðva

  15. Teygja á rassvöðva H

  16. Teygja á rassvöðva V

  17. Teygja á brjóstvöðva H

  18. Teygja á brjóstvöðva V

  19. Teygja á brjóstbaki

  20. Velta mjöðmum


Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi æfing. Endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

Comentários


  • Youtube

Life with Sig

© 2024 by Life with Sig

Contact

Connect with Sig

bottom of page