top of page

Meðgöngu grunnæfing 3 (mest á fjórum fótum)

Writer's picture: SigSig

Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Meðgöngu-grunnæfingaplanið samanstendur af 6 mismunandi æfingum og er hugsað að tengja þig betur við grindarbotn of djúpvöðva kviðs á sama tíma og að halda þér gangandi á meðgöngunni. Fáðu kynningu á æfingaplanið hér.


Tæki/tól: Dýna, koddi


Um æfinguna: Þessi æfing er mest á fjórum fótum. Hún getur verið góð á hvaða tímapunkti meðgöngunnar sem er en sérstaklega góð ef þú finnur fyrir þreytu í mjóbaki. Þessar æfingar munu geta hjálpað með tengingu við mjaðmasvæðið og kviðinn.

Hafðu í huga að hugsa út í heildina. Gerðu smá check-in á fjórum fótum, hné eru undir mjaðmir og hendur undir axlir. Ýttu lófum í gólfið og hökuna aftur í leiðinni. Dragðu lífbein rétt aðeins undir þig. Andaðu út í rifbein og alveg niður í setbein og byrjaðu svo að fylgja æfingunni. 

Hver æfing er framkvæmd í 30 sek, þú fylgir mér í myndbandinu að ofan. Mikilvægt að hlusta vel á líkamann og ekki gera einhverja æfingu sem þú finnur til í, frekar að aðlaga henni eða sleppa.




30 sek hver æfing

1x

  1. Mjaðmahringir H

  2. Mjaðmahringir V

  3. Köttur kú

  4. Hryggvinda H

  5. Hryggvinda V

  6. Hvolpateygja

  7. Öndunaræfing á fjórum fótum

2x

  1. Borðið - æfa þolið

  2. Bird dog

  3. Clam H (liggjandi eða í hliðarplankastöðu)

  4. Clam V (liggjandi eða í hliðarplankastöðu)

1x

  1. Barnið/hvolpateygja + teygja á síðu H svo V

  2. Dúfan H

  3. Dúfan V

  4. Innan verða lærvöðva teygja á síðu H

  5. Innan verða lærvöðva teygja á síðu V


Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi æfing. Endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

Comentários


  • Youtube

Life with Sig

© 2024 by Life with Sig

Contact

Connect with Sig

bottom of page