top of page

Meðgöngu grunnæfing bónus: Push prepp aðferð 30+vikur til að undirbúa fyrir fæðingu

Writer's picture: SigSig

Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Meðgöngu-grunnæfingaplanið samanstendur af 6 mismunandi æfingum og er hugsað að tengja þig betur við grindarbotn of djúpvöðva kviðs á sama tíma og að halda þér gangandi á meðgöngunni. Fáðu kynningu á æfingaplanið hér.


Þessi æfing er hugsuð fyrir þig ef þú ert komin amk 30 vikur. Þú skalt aldrei rembast heldur er þessari æfingu ætlar að tengja þig við grindarbotn, djúpvöðva kviðs og hvaðan rembingurinn kemur í kviðvöðvum. Einnig til að æfa þig að slaka á grindarbotni þannig hann vinnur sem best með þér í fæðiginni.


Tæki/tól: Gott er að sitja á jóga bolta, krjúpa á kodda eða sitja á stól með kodda undir þér.



Byrjaðu á að anda að þér og spenna grindarbotn og anda frá og sleppa tökum og slaka. Haltu góðri líkamsstöðu. Andaðu aftur að þér og spenntu grindarbotn og andaðu frá þér og slakaðu, hugaðu að því að slaka á kjálka, öxlum, efra bak, kvið, mjóbak, rassvöðvum og grinarbotnsvöðvum.


Andaðu næst að þér og slakaðu enn meira á og anda frá og enn meiri slökun. Gerðu þetta amk einu sinni enn. Andaðu næst að og slakaðu og frá og spenntu efsta hluta kviðs undir brjóstbein þannig að þú haldir samt slökun í grindarbotni. Andaðu að og slakaðu og aftur andaðu frá og finndu þessa spennu í efsta kvið. Ekki of mikil spenna og engan þrýsting heldur rétt að tengja við þennan hluta kviðs á sama tíma og þú heldur slökun í grindarbotni. Núna skaltu anda djúpt út í rifbein og niður í mjóbak þannig þú finnur enn meiri slökun í öllum kviðnum og bakinu og anda hægt frá, jafnvel gefa frá þér svona "haf" hljóð, haföndun og finndu þessa tengingu við efsta hluta kviðs. Gerðu þetta nokkrum sinnum í viðbót. Lokaðu augun, einblíndu á punkt á milli augabrúna og finndu þig falla aftur um 7 cm inn á við. Æfðu þig að tengjast þessu svæði á sama tíma og þú slakar og nýtir þér kviðvöðva til að skapa spennu.


Tilgangurinn með þessu er að undirbúa líkamann fyrir fæðingu. Við hverja hríð getur þú andað þig svona inn í hana með slakan grindarbotn og létta tengingu við efstu kviðvöðva. Þegar kemur að því að rembast að þá ætlar þú að nýta þér styrkinn í kviðvöðvum til að ýta barninu út á sama tíma og þú ert eins slök og þú getur verið í grindarbotninum.


Láttu mig vita í comment hvernig þér fannst þessi æfing. Endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

Σχόλια


  • Youtube

Life with Sig

© 2024 by Life with Sig

Contact

Connect with Sig

bottom of page