top of page
Writer's pictureSig

Coreæfing 4: Bandvefsnudd + hreyfiteygjur fyrir efri líkama (stig 1)

Updated: Nov 15


Fyrirvari: Ráðfærðu þig alltaf við lækni eða sjúkraþjálfara áður en þú byrjar að æfa. Hlustaðu á líkamann þinn meðan á æfingum stendur, og hættu strax ef þú finnur fyrir óþægindum eða sársauka.


Ef þú varst ekki búin að sjá æfingu 1 og 2 í stig 1 skaltu kíkja á hana HÉR og HÉR. Þessi æfing leggur áherslu á bandvefsnudd fyrir efri líkamann, HÉR er æfingin fyrir neðri líkamann. Þessi æfing getur hentað fljótlega eftir fæðingu ef þú hefur fengið grænt ljós að gera "grindarbotnsæfingar" eða treystir þér til að hreyfa þig. Hafðu í huga að fyrstu amk 6 vikurnar eftir fæðingu er líkaminn að ganga mikið til baka sjálfur þannig farðu varlega í þessar æfingar. Annars getur þessi æfing hentað hverjum sem er óháð því hvort eða hvenær þú hefur átt barn og vilt vinna í bandvefsnuddi fyrir efri líkamann. Smelltu á æfinguna að neðan til að taka hana með mér.


Tæki/tól fyrir æfinguna: Nuddrúlla (ég mæli mikið með Intelliroll), lítill æfingabolti í mýkri kanntinum, mæli mikið að vera með alpha bolta og tveir koddar


Eða smelltu hér: https://youtu.be/_JoZGwRx4-c


  1. 0-2:10 Við byrjum á bandvefsnuddi á rúllu sem upphitun á mjaðmasvæði og efra bak

  2. 2:10-3:09 nuddum efst hjá rassvöðvum með litlum bolta upp við vegg

  3. 3:09-4:26 nuddum mjóbak með bolta við vegg, ég sýni með litlum nuddbolta en mæli með stærri

  4. 4:26-8:12 nuddum efra bak við vegg með litlum bolta

  5. 8:12-10:50 nuddum axlir við vegg með litlum bolta

  6. 10:50-11:44 nuddum vöðvabólgusvæðið sjálf eða við vegg með bolta

  7. 11:44-12:58 nuddum brjóstvöðva sjáld eða við vegg með bolta

  8. 12:58-19:49 nuddum kviðvöðva við vegg og í gólfi með bolta, mæli með stærri bolta en ég sýni með litlum. Endum svo liggjandi í gólfi og nuddum með fingrum 

  9. 19:49-20:10 smá bónus að sýna nudd á rassvöðvum í dýnu ef þú þarft

  10. 20:10-24:54 Hreyfiteygjur/teygjur: Köttur kú, öxl að mjöðm, hryggvinda á fjórum fótum, axlarsnúning, dúfan, happy baby pose

  11. 24:54-27:49 Slökunarstaða


Láttu mig vita í comment ef þér fannst þessi færsla hjálpleg! Og endilega deildu henni með öðrum svo hún geti nýst fleirum.

7 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page